Albert segir söguna eins og Albert sér hana í máli málanna – „Að hann líti of stórt á sig og væri of góður með sig“ – DV

0
241

Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur í Dr. Football fór í löngu máli yfir mál Alberts Guðmundssonar í þætti dagsins. Albert og Albertu eru náskyldir frændur og er því hægt að túlka orð Alberts sem hlið Alberts Guðmundssonar í málinu.

Albert Guðmundsson hefur hingað til ekki viljað ræða málefni landsliðsins og samskipti sín við Arnar Þór Viðarsson en faðir hans Guðmundur Benediktsson gaf út yfirlýsingu um málið í dag.

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, segir að Albert Guðmundsson hafi ekki verið til í að koma inn í landsliðshópinn eftir að honum var tjáð að hann yrði ekki í byrjunarliði í komandi landsleik gegn Bosníu..

Þetta kom fram á fréttamannafundi landsliðsins í gær en Albert er ekki í hópnum en undanfarið hefur Arnar ekki valið hann út af hugarfari leikmannsins.

„Sko, hingað til hefur hlið Arnars bara verið í umræðunni. Ég ætla að fara yfir þessa atburðarás og eigna mér míkrófóninn núna, það er komið að þolmörkum hjá mér,“ sagði Albert Brynjar um málefni frænda síns í Dr. Football í dag.

Albert Brynjar fer svo yfir það hvernig málum var háttað sumarið 2022 þegar sögur af ósætti milli Arnars og Alberts fóru að berast.

„Þetta byrjar á því að þjálfararnir taka video fund og drulla yfir hann fyrir að fara inn á völlinn sem kantari, þeir sem fylgjast með Albert með félagsliði vita að hann vill fara inn á völlinn. Í kjölfarið fer Albert á fund með þjálfurunum og segist vilja fá tækifæri miðsvæðis þar sem hans hæfileikar nýtast best. Svarið frá þjálfaranum var hart nei, að honum væri ekki treystandi þar. Að hann líti of stórt á sig og væri of góður með sig, þarna fer þjálfarinn í persónuna en ekki leikmanninn.“

„Þetta eru ekki góð samskipti milli þjálfara og leikmanns, beint eftir þennan fund er æfing þar sem Albert er pirraður. Hann var með hangandi haus, þjálfarinn tekur upp æfinguna og boðar til fundar þar sem hann er búinn að klippa til Albert. Spyr svo yfir hópinn hvort einhver sjái eftir þessari æfingu, enginn segir neitt og þá tekur hann Albert fyrir.“

Í verkefninu síðasta sumar fékk Albert svo mjög fá tækifæri. „Albert spilar ekkert gegn Albaníu og tvær mínútur gegn Ísrael, eftir þennan leik var Albert pirraður og yfirgefur liðið fljótlega eftir að leikurinn var búinn. Í kjölfarið er Arnar svo spurður út í Albert og svarar því að þetta sé ekki satt. Að hann hafi ekki farið í neitt rifrildi við Albert.“

Nokkrum mánuðum síðar var Albert ekki í hópnum og Arnar Þór sagði leikmanninn ekki hafa rétt hugarfar fyrir landsliðið.

„Svo líða mánuðir, ef þjálfari er ósáttur við leikmann þá gerir maður ráð fyrir því að hann ræði við leikmanninn á þessum tíma. Svo er það komið á alla miðla fyrir næsta verkefni að Albert sé ekki í hóp. Nokkrum klukkustundum áður en hópurinn er kynntur hringir Arnar í hann og segir að þetta sé út af hugarfarinu hans, að hann sé ósáttur með það. Hann endar símtalið á því að segja að hann ætti að hringja í hann og láta vita þegar hann gæfi aftur kost á sér. Albert sagðist alltaf gefa kost á sér,“ segir Albert Brynjar.

„Hugarfarið er að reyna að finna lendingu á því hvar hann nýtist liðinu best og að hann sé ósáttur að spila lítið. Hann hendir út orðinu hugarfar, að setja út á hugarfar atvinnumanns og láta fólk geta í eyðurnar. Er það faglegt?

Albert virðist svo hafa rætt við frænda sinn um hvernig samskiptin voru við Arnar.

„Albert spilar svo virkilega vel í Genoa og það er pressa á Arnar að velja hann. Svo byrjar pressan á að velja Albert og Arnar hringir, hann opnar símtalið á að segjast vera svekktur út í hann fyrir að hafa ekki hringt. Þeir ræða þetta verkefni, Albert spyr hvort hann sé með hlutverk. Arnar viðurkennir að það sé ekki í fyrri leiknum en mögulega í þeim seinni, Albert útskýrir þá stöðu sína með félagsliði og þar sem hann á mánaðar gamalt sem hann hefur hitt í hálfan sólarhring. Hann myndi því frekar forgangsraða því og það virtist vera skilningur frá þjálfaranum. Sem segir við Albert að hann ætli að vinna þetta vel með fjölmiðlafulltrúa til að það verði enginn leiðindi, hann gefur það svo út að Albert sé ekki til í að vera á sömu forsendum og aðrir. Að hann vilji bara vera ef hann byrjar báða leiki, það eru ekki forsendur Alberts.“

„Hann hugsaði hvort hann væri að fara í tíu daga og fjölskylduaðstæður eru svona. Þjálfarinn hefði getað sagt frá fjölskylduaðstæðum, en hann ræðst á persónuna og hann sem liðsmann. Hann hendir leikmanninum undir rútuna og lætur spjótin beinast að honum. Landsliðsþjálfarinn talar um að vera faglegur, leikmaðurinn sem hefur ekki tjáð sig eða þjálfarinn sem setur út á hugarfar leikmannsins. Hann veit að forsendur Alberts eru fjölskylduaðstæður.“

Albert segir að frændi sinn hafi viljað vita hlutverkið og hvernig hann skildi verja tíma sínum á næstunni.

„Hann þurfti að vita hlutverkið, hann missti af fæðingu barnsins. Er ég að fara að nýta þessa daga í eitthvað, er ég að fara í tíu daga að æfa lítið og vera ekki í neinu hlutverki. Þegar ég talaði við Albert þá sagði hann að símtalið hefði gengið vel. Hann hlakkaði til að sjá hvað kæmi út. Mér finnst staðan vera þannig að Arnar vill ekki nota hann, ég held að Albert vilji ekki spila undir hans stjórn. Að ráðast á alltaf persónuna, hann er ekki partur af verkefninu. Máli lokið.“

„Albert er krefjandi, hann er ekki já maður. Hann hefur skoðanir, hingað til hafa menn með skoðanir ekki fengið að lifa í landsliðinu.“

Albert segir að Albert hefði mætt í verkefnið ef hann hlutverki hefði orðið stórt. „Ef hann hefði verið í stóru hlutverki, að þetta væri þess virði að hitta ekki barnið. Svo geta síðustu mánuðir spilað inn í, þessir fundir þar sem hann er tekinn fyrir. Hann gat tekið hann fyrir einn og einn.“