5.4 C
Grindavik
18. maí, 2021

Albert spilaði í klukkustund er AZ sigraði

Skyldulesning

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði AZ Alkmaar sem sigraði Sparta Rotterdam, 2-0, í efstu deild Hollands í kvöld. Sigurinn var mikilvægur í Meistaradeildarbaráttunni.

Jordy Clasie og Dani de Wit skoruðu mörk AZ í leiknum. Sá síðarnefndi kom einmitt inn á fyrir Albert eftir rúman klukkutíma leik. Markið skoraði hann aðeins 5 mínútum síðar.

AZ er í öðru sæti deildarinnar með 61 stig. Þeir eru 8 stigum á eftir Ajax, sem á í þokkabót tvo leiki til góða. Annað sæti gefur þó sæti í undankeppni fyrir Meistaradeild Evrópu. PSV er í þriðja sæti, 3 stigum á eftir AZ og á leik til góða.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir