-2 C
Grindavik
24. janúar, 2021

Alex Morgan skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham í fyrsta sigrinum

Skyldulesning

Tottenham tók á móti Brighton í ensku deildinni í dag. Heimakonur sigruðu með þremur mörkum gegn einu. Var þetta fyrsti sigur Tottenham í deildinni.

Fyrsta mark leiksins skoraði Kerys Harrop fyrir Tottenham á 11. mínútu. Inessa Kaagman jafnaði metin fyrir Brighton á 33. mínútu úr vítaspyrnu.

Á 63. mínútu skoraði Angela Addison annað mark Tottenham. Á 84. mínútu skoraði Alex Morgan þriðja mark Tottenham úr vítaspyrnu.

Morgan, sem gekk til liðs við Tottenham í sumar, var að skora sitt fyrsta mark fyrir liðið.

Morgan hefur tvisvar orðið heimsmeistari með bandaríska landsliðinu. Hún hefur skorað 107 mörk í 170 landsleikjum.

Hér að neðan má sjá markið hennar.

Alex Morgan’s first goal for @SpursWomen 😍

We love to see it 🇺🇸 (via @BarclaysFAWSL) pic.twitter.com/HVXyNbBZrN

— CBS Sports Soccer (@CBSSportsSoccer) December 6, 2020

Önnur úrslit í ensku deildinni voru þau að Chelsea sigraði West Ham 3-2. María Þórisdóttir var í byrjunarliði Chelsea. Samantha Kerr skoraði öll mörk Chelsea. Rachel Day skoraði fyrra mark West Ham og Magdalena Eriksson, leikmaður Chelsea, skoraði sjálfsmark á 88. mínútu.

Arsenal sigraði Birmingham 3-0, Reading og Bristol gerðu 1-1 jafntefli og Manchester City sigraði Everton 3-0.

Manchester United er á toppi deildarinnar með 20 stig og Arsenal er í öðru sæti með 19 stig. Bristol er á botninum með tvö stig og Aston Villa eru næstneðstar með þrjú stig.

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir