5 C
Grindavik
5. mars, 2021

Alex Morgan yfirgefur Tottenham – Spilaði aðeins fimm leiki

Skyldulesning

Alex Morgan, leikmaður Tottenham, mun yfirgefa félagið á nýju ári eftir stutta dvöl í Lundúnum. Morgan gekk til liðs við Tottenham í september á þessu ári.

Morgan, gekk til liðs við Tottenham í von um að koma sér aftur af stað á vellinum eftir barnsburð en hún eignaðist dóttur sína, Charlie, í maí.

Þær áætlanir hafa hins vegar ekki gengið eftir sökum meiðsla og erfiðleika með að koma sér í nægilega gott leikhæft ástand. Það er því samkomulag hennar og félagsins að hún snúi aftur til Bandaríkjanna á nýju ári.

Morgan, hefur spilað fimm leiki með Tottenham og skorað tvö mörk í þeim leikjum. Búist er við því að hún gangi aftur til liðs við fyrrverandi félag sitt Orlando Pride.

„Ég mun ávallt vera þakklát félaginu, liðsfélögum mínum og stuðningsmönnum Tottenham fyrir að taka svona vel á móti mér og fjölskyldu minni,“ er meðal þess sem stóð í tilkynningu frá Alex Morgan.

Morgan er vel þekkt í knattspyrnuheiminum. Hún er reynslumikill framherji sem á að baki 170 landsleiki fyrir Bandaríkin. Þá hefur hún orðið heimsmeistara í tvígang og vann ólympíugull árið 2012. Þá hefur hún einnig unnið Meistaradeild Evrópu með Lyon sem og fleiri titla.

Innlendar Fréttir