8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Alexander með tvö mörk er topp­liðið gerði jafn­tefli

Skyldulesning

Handbolti

Alexander Petersson skoraði tvö mörk í dag.
Alexander Petersson skoraði tvö mörk í dag.
Nordic Photos/Bongarts

Rhein-Neckar Löwen gerði jafntefli við Flensburg í uppgjöri tveggja af þriggja þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag. Lokatölur 31-31.

Topplið Löwen byrjaði af krafti og var sex mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 19-13. Liðinu tókst hins vegar ekki að halda dampi og missti tökin á leiknum í síðari hálfleik. Gestirnir unnu jafnt og þétt á. Fór það svo að leiknum lauk með 31-31 jafntefli en um er að ræða fyrsta jafntefli beggja liða í vetur.

Alexander Petersson skoraði tvö mörk í liði Löwen en Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað.

Löwen heldur toppsætinu en er nú aðeins stigi á undan Kiel sem á leik til góða. Flensburg er svo í 3. sæti deildarinnar, tveimur stigum á eftir toppliðinu en einnig með leik til góða.

Innlendar Fréttir