4 C
Grindavik
3. mars, 2021

„Álfarnir eru að drukkna í gjöfum“

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 17.12.2020
| 19:56

Kringlan hefur óskað eftir aðstoð við að pakka inn gjöfum.

Kringlan hefur óskað eftir aðstoð við að pakka inn gjöfum.

Haraldur Jónasson / Hari

Pakkasöfnun Kringlunnar til styrktar Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp Íslands og Hjálparstofnunar Kirkjunnar eins og í sögu  sögn Baldvinu Snælaugsdóttur markaðsstjóra Kringlunnar.

„Eftir að við buðum upp á þá lausn að styrkja söfnunina á netinu, kringlan.is – er árangur í hæstu hæðum. Um 1000 framlög hafa nú borist að andvirði ríflega 3 milljóna. Til viðbótar eru gestir Kringlunnar duglegir að leggja til gjafir sem telja annað eins,“ segir Baldvina.

Jólaálfar Kringlunnar sjá um að kaupa gjafir fyrir framlög á netinu, pakka þeim inn og setja undir stóra jólatréð í göngugötu Kringlunnar. Hjálpsöm 5-12 ára börn eru í hlutverki jólaálfanna.

„Nú er svo komið að álfarnir eru að drukkna í gjöfum og hefur Kringlan brugðið á það ráð að leita til hjálparsamtaka og fá aðstoð við innpökkun gjafa sem keyptar eru fyrir framlög sem berast. Hjálparsamtökin hafa brugðist vel við og sjálfboðaliðar hjálpa nú til og eru í óða önn að pakka inn. Kringlan vill koma á framfæri innilegu þakklæti til viðskiptavina fyrir gjafmildina og hugulsemi. Þeir eru svo sannarlega að tryggja að mörg lítil hjörtu gleðjast um jólin,“ segir Baldvina ennfremur.

Innlendar Fréttir