7.3 C
Grindavik
26. október, 2021

Alfons hafði betur í Íslendingaslag – Jón Dagur spilaði í tapi

Skyldulesning

Áfall fyrir United

Salah með háar kröfur

Walter Smith látinn

Lið án liðsheildar

Alfons Sampsted var í byrjunarliði Bodö/Glimt sem vann 5-1 stórsigur á Hólmari Erni Eyjólfssyni og félögum í Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Bodo/Glimt er búið að tryggja meistaratitilinn í Noregi.

Sigur Bodö/Glimt styrkir stöðu þeirra á toppi deildarinnar, liðið er með 71 stig eftir 26 leiki. Molde sem situr í 2. sæti deildarinnar er með 53 stig og því yfirburðir Bodö/Glimt miklir á þessu tímabili.

Valdimar Ingimundarson var í byrjunarliði Strömsgodset og spilaði allan leikinn í 2-1 tapi gegn Kristiansund í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Ari Leifsson, kom inn á í liði Strömsgodset á 85. mínútu. Liðið er í 14. sæti deildarinnar með 24 stig.

Í Danmörku var Jón Dagur Þorsteinsson í byrjunarliði AGF sem tapaði 3-1 fyrir Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. AGF er eftir tapið í 6. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 10. umferðir.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir