-1 C
Grindavik
30. nóvember, 2020

Alfons Sampsted norskur meistari

Skyldulesning

Alfons Sampsted, leikmaður Bodö/Glimt, varð í kvöld norskur meistari eftir 1-2 sigur gegn Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Valdimar Ingimundarson skoraði eina mark Stömsgodsset.

Kasper Junker kom Bodö/Glimt yfir með marki á 4. mínútu.

Philip Zinckernagel tvöfaldaði síðan forystu Bodö/Glimt með marki á 12. mínútu eftir stoðsendingu frá Alfons.

Valdimar Ingimundarson minnkaði muninn fyrir Strömsgodset á 84. mínútu en nær komst liðið ekki.

Sigur Bodö/Glimt tryggir þeim norska meistaratitilinn.

Strömsgodset 1 – 2 Bodö/Glimt 


0-1 Kasper Junker (‘4)


0-2 Philip Zinckernagel (’12)


1-2 Valdimar Ingimundarson (’84)

Innlendar Fréttir