4 C
Grindavik
5. mars, 2021

Alfons spilaði í markaleik í Noregi – Hörður Björgvin spilaði í jafntefli

Skyldulesning

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn þegar Bodö/Glimt sigraði Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með 5-2 sigri Bodö/Glimt.

Mörk Bodö/Glimt skoruðu þeir Philip Zinckernagel(2), Kasper Junker, Ulrik Saltnes og Sondre Brunstad Fet. Mörk Stabæk komu bæði í uppbótartíma. Mörkin skoruðu Kosuke Kinoshita og Kornelius Hansen. Bodö/Glimt eru lang efstir með 75 stig og Stabæk er í níunda sæti með 35 stig.

Valdimar Þór Ingimundarson var í byrjunarliði Strömsgodset sem tók á móti Haugesund í norsku deildinni. Ari Leifsson kom inn á á 72. mínútu fyrir Haugesund. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Johan Hove skoraði fyrsta mark heimamanna á 25. mínútu. Peter Therkildsen jafnaði metin fyrir Haugesund á 69. mínútu. Kristoffer Tokstad kom Strömsgodset aftur yfir með marki á 80. mínútu. Alexander Ballegaard Ammitzboll jafnaði metin fyrir Haugesund í uppbótartíma.

Haugesund er í áttunda sæti með 36 stig og Strömsgodset er í 14. sæti með 25 stig.

Samúel Friðjónsson var í byrjunarliði Viking sem heimsótti Sandefjord í norsku deildinni og Axel Óskar Andrésson sat á varamannabekk Viking. Viðar Ari Jónsson byrjaði á bekknum hjá Sandefjord og kom inn á á 66. mínútu. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Rufo Herraiz skoraði bæði mörk heimamanna og Veton Berisha skoraði bæði mörk gestanna. Jöfnunarmark Gestanna kom á 89. mínútu.

Viking er í sjötta sæti með 43 stig og Sandefjord er í 11. sæti með 32 stig.

Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði CSKA Moskva sem tók á móti Khimki í Rússlandi í dag. Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk CSKA. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Nikola Vlašić og Ilya Shkurin skoruðu mörk heimamanna og Ilya Kukharchuk og Reziuan Mirzov skoruðu mörk gestanna.

CSKA er í þriðja sæti með 33 stig og Khimki er í 12. sæti með 19 stig.

Noregur:

Bodö/Glimt 5 – 2 Stabæk


1-0 Philip Zinckernagel (3′)


2-0 Kasper Junker (12′)(Víti)


3-0 Ulrik Saltnes (19′)


4-0 Philip Zinckernagel (51′)


5-0 Sondre Brunstad Fet (68′)


5-1 Kosuke Kinoshita (90+3′)


5-2 Kornelius Hansen (90+4′)

Strömsgodset 2 – 2 Haugesund


1-0 Johan Hove (25′)


1-1 Peter Therkildsen (69′)


2-1 Kristoffer Tokstad (80′)


2-2 Alexander Ballegaard Ammitzboll (90+1′)

Sandefjord 2 – 2 Viking


1-0 Rufo Herraiz (25′)


2-0 Rufo Herraiz (74′)


2-1 Veton Berisha (76′)


2-2 Veton Berisha (89′)

Rússland:

CSKA Moskva 2 -2 Khimki


1-0 Nikola Vlašić (40′)


1-1 Ilya Kukharchuk (47′)


1-2 Reziuan Mirzov (51′)


2-2 Ilya Shkurin (54′)

Innlendar Fréttir