8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Alfreð kom við sögu í sigri

Skyldulesning

Alfreð Finnbogason, kom inn á sem varamaður í 0-1 sigri Augsburg á Arminia Bielefeld í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Alfreð kom inn á 59. mínútu leiksins í stöðunni 0-0.

Eina mark leiksins var skorað undir lok leiks, nánar tiltekið á 85. mínútu. Þar var að verki Jeffrey Gouweleeuw, sem tryggði Augsburg sigur.

Sigurinn kemur Augsburg upp í 9. sæti þýsku deildarinnar. Þar er liðið með 16 stig eftir 12 leiki.

Arminia Bielefeld 0 – 1 Augsburg 


0-1 Jeffrey Gouweleeuw (’85)

Innlendar Fréttir