Alfreð og Hákon komust á blað í Danmörku – DV

0
104

Alfreð Finnbogason var eini markaskorari Lyngby í dag sem spilaði við Horsens í dönsku úrvalsdeildinni.

Alfreð hefur verið að koma sterkur inn í lið Lyngby undanfarið og gerði eina mark liðsins í 1-1 jafntefli.

Sævar Atli Magnússon lék með Lyngby og var í byrjunarliðinu en fór af velli snemma leiks eftir höfuðhögg.

Aron Sigurðarson spilar með Horsens og tók þátt og þá lék Kolbeinn Finnssonn einnig allan leikinn fyrir Lyngby.

Í sömu deild var annar Íslendingur á skotskónum en Hákon Arnar Haraldsson gerði það mark fyrir FC Kaupmannahöfn.

Hákon skoraði fyrra mark FCK sem vann 2-1 sigur en Ísak Bergmann Jóhannesson var ekki með að þessu sinni.