7.3 C
Grindavik
21. september, 2021

Alheimurinn hitnar – Þvert á það sem áður var talið að ætti að gerast

Skyldulesning

Fram að þessu hafa stjörnufræðingar talið að hitinn í alheiminum myndi lækka eftir því sem alheimurinn þenst sífellt hraðar út. En þetta er rangt að því að segir í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í The Astrophysical Journal.

Í rannsókninni er farið yfir hita alheimsins síðustu 10 milljarða ára og er niðurstaðan að meðalhiti á gasi í alheiminum hafi meira en tífaldast á þessum tíma. ScienceAlert skýrir frá þessu.

„Þegar alheimurinn þenst út, togar þyngdaraflið efni og gas saman í vetrarbrautir og vetrarbrautarþyrpingar. Kraftur togsins er gríðarlegur, svo öflugur að meira og meira gas safnast saman,“ sagði Yu-Kian Chiang, aðalhöfundur rannsóknarinnar, í samtali við ScienceAlert.

Til að mæla hitabreytingar síðustu 10 milljarða ára notuðu vísindamennirnir gögn frá innrauðum sjónauka Evrópsku geimferðastofnunarinnar, Planck, sem hefur kortlagt geimgeislun og Sloan Digital Sky Survey sem er nákvæmt þrívíddarkort af alheiminum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir