6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Alisson ekki með Liverpool vegna meiðsla – Kelleher spilar sinn fyrsta Meistaradeildarleik

Skyldulesning

Liverpool og Ajax eigast við í D-riðli í Meistaradeild Evrópu. Leikurinn hefst klukkan 20:00.

Byrjunarliðin eru komin í hús. Stóru fréttirnar eru þær að Alisson, markmaður Liverpool, hefur bæst á meiðslalistann og verður ekki með í dag. Í stað hans kemur Kelleher. Hann spilaði síðast á síðustu leiktíð gegn Shrewsbury í enska bikarnum.

Aðrir leikmenn í byrjunarliði Liverpool eru Williams, Matip, Fabinho, Robertson, Henderson, Wijnaldum, Jones, Salah, Mane og Jota. Klopp gerir fimm breytingar á byrjunarliðinu frá síðasta leik.

Byrjunarlið Ajax er þannig að Onana er í marki. Aðrir leikmenn eru Mazraoui, Schuurs, Blind, Tagliafico, Gravenberch, Alvarez, Klaassen, Neres, Tadic og Antony.

Liverpool kemst áfram í 16-liða úrslit ef þeir vinna eða gera jafntefli í kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir