5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Allar líkur á að Jóhann Berg byrji gegn Armeníu

Skyldulesning

Jóhann Berg Guðmundsson ætti að taka þátt í landsleik Íslands gegn Armeníu á sunnudag en hann tók ekki þátt í leiknum gegn Þýskalandi í gær.

Jóhann hefur verið með landsliðshópnum síðustu daga í Þýskalandi en kom ekki við sögu um í 3-0 tapinu í gær.

„Jói æfði vel í gær og tók líka góða æfingu með Birki í morgun (Í gær),“ sagði Arnar Þór Viðarsson að leik loknum.

Jóhann Berg hefur verið talsvert meiddur hjá Burnley síðustu mánuði og var búið að gefa út að hann tæki ekki þátt í öllum þremur leikjum ÍSlands.

„Það lítur mjög vel út með Jóa fyrir Armeníu leikinn. Við tökum það frá degi til dags. Ég vona að Jói verði klár til að byrja leikinn gegn Armeníu.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir