3 C
Grindavik
8. maí, 2021

Allar líkur á að landsleikurinn fari fram – Einn ósmitaður sendur heim

Skyldulesning

Þýskir fjölmiðlar telja allar líkur á því að leikur Íslands og Þýskalands í undankeppni HM fari fram í kvöld. COVID19 smit greindist í hóp liðsins.

Allir leikmenn Þýskalands voru sendir inn á herbergi á meðan málið var skoðað en síðan hélt liðið á létta æfingu.

Jonas Hofmann, sem spilar með Borussia Mönchengladbach í þýsku úrvalsdeildinni er sá sem smitaður er af veirunni

Marcel Halstenberg leikmaður RB Leipzig var sendur heim af hóteli liðsins en hann hafði verið í mestum samskiptum við Hofmann. Halstenberg greindist hins vegar neikvæður í prófi fyrir veirunni í morgun.

Þýskir taka hins vegar enga sénsa og ætla sér að hefja undankeppni HM í kvöld.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir