4 C
Grindavik
5. mars, 2021

Allardyce fær milljón punda bónus

Skyldulesning

Sam Allardyce er mættur í slaginn í úrvalsdeildinni enn á …

Sam Allardyce er mættur í slaginn í úrvalsdeildinni enn á ný.

AFP

Sam Allardyce fær eina til tvær milljónir punda í bónus frá West Bromwich Albion ef honum tekst að koma í veg fyrir að liðið falli úr ensku úrvalsdeildinni á þessu keppnistímabili.

Þetta kemur fram í mörgum enskum fjölmiðlum í dag og er meðal annars slegið upp á forsíðum Daily Express, Daily Mirror og Daily Telegraph í dag. Þeim ber þó ekki saman um upphæðina og er hún ýmist sögð ein milljón punda, um 172 milljónir íslenskra króna, eða tvær milljónir punda, um 344 milljónir króna.

Allardyce, sem er 66 ára gamall, hefur tvisvar áður tekið við liði í erfiðri stöðu í fallbaráttu deildarinnar og í bæði skiptin forðað því frá falli. Fyrst hjá Sunderland 2015-16 og síðan hjá Crystal Palace 2016-17.

Þar áður hafði hann náð langt með lið Bolton á árunum 1999 til 2007 en hann fór með liðið upp í úrvalsdeildina og það lék þar í sex ár undir hans stjórn. Allardyce hefur auk þess stýrt Everton, West Ham, Blackburn, Newcastle, Notts County, Blackpool og Preston.

Hann tekur við WBA í 19. sæti deildarinnar með aðeins einn sigur og sjö stig úr fyrstu þrettán leikjunum. Fyrsti fréttamannafundur hans er síðdegis í dag og fyrsti leikurinn er heimaleikur gegn Aston Villa á sunnudaginn en síðan leikur WBA við Liverpool, Leeds og Arsenal um jól og áramót.

Innlendar Fréttir