10.3 C
Grindavik
16. september, 2021

Allir heimilis­menn virðast hafa sloppið við smit

Skyldulesning

Innlent

Hjúkrunarheimilið Ás er í Hveragerði. Það er eitt af Grundarheimilunum.
Hjúkrunarheimilið Ás er í Hveragerði. Það er eitt af Grundarheimilunum.
Grundarheimilin

Enginn heimilis­maður á hjúkrunar­heimilinu Ási greindist smitaður af kórónu­veirunni í skimun sem var gerð á þeim í gær. Starfs­maður hjúkrunar­heimilisins greindist með veiruna fyrr í vikunni.

Þetta kemur fram í til­kynningu frá Grundar­heimilunum sem reka Ás. Alls voru 33 heimilis­menn skimaðir fyrir veirunni í gær auk tveggja starfs­manna. Allir reyndust nei­kvæðir.

Á­fram verður þó lokað fyrir heim­sóknir á hjúkrunar­heimilið.

Líðan heimilis­manna Grundar er góð

Heimilis­mennirnir tveir á Grund við Hring­braut sem greindust smitaðir af kórónu­veirunni í síðustu viku eru nú ein­kenna­lausir og líður vel.

Þeir eru enn í ein­angrun en líðan þeirra góð miðað við að­stæður að sögn Gísla Páls Páls­sonar, for­stjóra Grundar­heimilanna.


Tengdar fréttir


Öll sýni sem tekin voru hjá íbúum og starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Grund eftir að smit greindist hjá starfsmanni reyndust neikvæð. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir