5 C
Grindavik
12. maí, 2021

Allir volkaðir en andinn góður

Skyldulesning

Frá björgunaraðgerðum í gærkvöldi.

Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Bretarnir sem voru um borð í bátnum Bjarma sem varð vélarvana norður af Hornströndum í gær tóku óhappinu vel og voru hinir rólegustu.

Þetta segir Rúnar Karlsson, leiðsögumaður og einn eigenda Bora Adventures sem starfrækir Bjarma. „Þau tóku þessu ótrúlega vel,“ segir hann. 

Til þess að hafa betra vinnupláss í bátnum til að eiga við vélarrúmið og koma fyrir dælu var ákveðið að hífa fólkið upp í þyrlu Landhelgisgæslunnar og var hann þar á meðal. „Það var farið að kólna um borð enda var vélin ekki í gangi. Það voru allir orðnir svolítið volkaðir en það var enn þá góður andi,“ segir Rúnar.

Hann kveðst ekki vita hvers vegna báturinn lak en telur líklegt að hann hafi siglt á rekaviðardrumb.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir