1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Allsvenskan: Hákon Rafn fékk á sig mark en það kom ekki að sök

Skyldulesning

Hákoni Rafni Valdimarssyni tókst ekki að halda hreinu í fjórða leiknum í röð er Elfsborg sótti Degerfors heim í sænsku úrvaldsdeild karla í kvöld.

Hákon Rafn byrjaði á milli stanganna en Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði á varamannabekknum. Leo Vaisanen náði forystunni fyrir Elfsborg eftir sex mínútna leik og Jeppe Okkels bætti við öðru marki eftir rúman klukkutíma. Victor Edvardsen klóraði í bakkann fyrir heimaliðið en lengra komst Degerfors ekki og lokatölur 2-1 fyrir Elfsborg. Sveinn Aron Guðjohnsen kom inn á 80. mínútu leiks.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Elfsborg sem er í bullandi toppbaráttu þegar að fimm umferðum er ólokið. Elfsborg er jafnt toppliði Malmö að stigum með 48 stig, en síðarnefnda liðið er með betri markatölu.

Ari Freyr Skúlason kom af varamannabekknum í hálfleik í liði Norrköping sem tók á móti Mjallby. Það stefndi allt í öruggan sigur heimamanna er liðið komst í 2-0 forystu þegar að 13 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Amin Sarr, leikmaður Mjallby, tók þá málin í sínar hendur og lagði upp og skoraði sjálfur í uppbótartíma til að bjarga stigi fyrir sína menn.

Norrköping er í 6. sæti með 40 stig. Mjallby er í 12. sæti með 28 stig.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir