1.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Allt að 12 stiga hiti

Skyldulesning

Innlent | mbl | 13.4.2022 | 6:58 | Uppfært 7:32

Veður verður ágætt í höfuðborginni í dag.

Veður verður ágætt í höfuðborginni í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Suðaustlægar áttir verða ríkjandi á landinu í dag, kaldi eða strekkingur og dálítil væta á sunnanverðu landinu en bjartviðri fyrir norðan. Hiti á bilinu 1 til 12 stig, hlýjast á suðvesturhorninu.

Áttir verða áfram suðlægar um páskahelgina og dálítil væta, einkum á Suður- og Vesturlandi en fer smám saman að kólna.

Eftir helgi snýst líklega í norðaustanáttir og kólnar þá enn frekar. Samgöngur um helgina ættu þó að vera með skásta móti og víða ágætis útivistarveður, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar.

Veðurvefur mbl.is.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir