6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Allt að 45 m/s

Skyldulesning

Faxaflói, gul viðvörun tekur gildi klukkan 10 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld, fimmtudagskvöld. „Norðan stormur, 18-25 m/s, með vindhviðum að 40 m/s. Í fyrstu er versta veðrið bundið við sunnanvert Sæfellsnes, en síðar má búast við varasömum vindstrengjum við fjöll víðar á svæðinu, t.d. á Kjalarnesi. Fólk er hvatt til að tryggja lausamuni til að forðast foktjón.“

Við Breiðafjörð hefur gul viðvörun verið í gildi frá klukkan 5 í morgun og gildir til miðnættis annað kvöld, fimmtudagskvöld. „Norðan hvassviðri eða stormur 15-25 m/s með snjókomu eða éljum og skafrenningi. Lélegt skyggni og slæm akstursskilyrði. Færð getur spillst.“

Á Vestfjörðum tók gul viðvörun gildi í nótt  og gildir til miðnættis annað kvöld, fimmtudagskvöld. „Norðan hvassviðri eða stormur 15-25 m/s með snjókomu eða éljum og skafrenningi. Lélegt skyggni og slæm akstursskilyrði. Færð getur spillst.“

Strandir og Norðurland vestra – gul viðvörun gildir frá klukkan 9 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld, fimmtudagskvöld. „Norðan hvassviðri 13-20 m/s með snjókomu og skafrenningi. Lélegt skyggni og slæm akstursskilyrði. Færð getur spillst.“

Á Norðurlandi eystra tekur gul viðvörun gildi á hádegi og gildir til miðnættis annað kvöld, fimmtudagskvöld. „Norðan hvassviðri 13-20 m/s með snjókomu og skafrenningi. Lélegt skyggni og slæm akstursskilyrði. Færð getur spillst.“

Austurland að Glettingi – gul viðvörun gildir frá klukkan 14 í dag og gildir til klukkan 22 er næsta viðvörun tekur gildi með enn veðra veðri gildir sú viðvörun til miðnættis annað kvöld. „Norðan stormur 18-23 m/s með snjókomu og skafrenningi. Mjög lélegt skyggni og vond akstursskilyrði. Færð spillist líklega.“

Austfirðir – gul viðvörun frá klukkan 18 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld, fimmtudagskvöld. „Norðan stormur 18-25 m/s og hviður yfir 35 m/s. Snjókoma og skafrenningur, einkum norðan til. Lélegt skyggni og slæm akstursskilyrði, færð getur spillst.“

Suðausturland – gul viðvörun tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld, fimmtudagskvöld. „Norðan og norðvestan 20-28 m/s undir austanverðum Vatnajökli og í Öræfum. Vindhviður jafnvel yfir 45 m/s með mögulegu sand- og grjótfoki. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og tryggja lausamuni.“

Miðhálendið – gul viðvörun gildir frá klukkan 15 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld, fimmtudagskvöld. „Norðvestan 15-23 m/s og síðar norðan 20-28. Snjókoma eða él og lélegt skyggni, einkum norðan til. Mjög slæmt ferðaveður.“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir