7 C
Grindavik
26. febrúar, 2021

Allt breytist með Brexit, Gulli utanríkis

Skyldulesning

Brexit felur ekkí í sér smávægilegar breytingar, eins og Gulli utanríkis og starfslið hans vill vera láta, heldur þýðir Brexit uppstokkun á samskiptum Íslands við Evrópuþjóðir. Hvorki meira né minna.

Útganga Bretlands úr Evrópusambandinu er endalok á samrunaþróun álfunnar. Bretland finnur sér nýja tilveru utan ESB sem verður meginlandsklúbbur, að vísu með eyríkið Írland innanborðs. Að öðru leyti er vestasti hluti Evrópu; Bretland, Færeyjar, Noregur, Ísland og Grænland, raunar landfræðilega Ameríka, utan ESB.

Af Evrópulöndum á Ísland mest viðskipti við Bretland. Að Norðurlöndum frátöldum og samskiptin um menntir og menningu meiri við Bretland en önnur Evrópuríki.

Bretar kom hingað á undan Þjóðverjum í lok miðalda, síðan er talað um ensku öldina í íslenskri sögu. Þá komu Bretar, góðu heilli, á undan Þjóðverjum yfir hafið í upphafi seinni heimsstyrjaldar. Norðmenn og Danir voru ekki jafn lánsamir.

Ísland var á bresku áhrifasvæði frá Napóleonsstríðum að telja þangað til landið færðist undir bandarísk ítök með sérstökum samningi 1941. Á meðan Bretland var í ESB hafði sambandið aðdráttarafl, helst hjá þeim með hvolpavit á utanríkismálum. Án Bretlands í ESB er enginn möguleiki að Ísland gangi í meginlandsklúbbinn.

Bretland mun standa utan EES-samningsins, sem Íslendingar eiga illu heilli aðild að. Samningurinn var gerður fyrir aldamót og hugsaður fyrir þjóðir á leið inn í ESB.

Verkefni næstu ára er að losa Ísland undan EES-samningnum og tryggja hagsmuni okkar með tvíhliða samningum, einkum við Bandaríkin og Bretland, en einnig ESB.

Gulli utanríkis og starfslið hans er heldur værukært á vaktinni ef það heldur að Brexit sé smámál fyrir Íslendinga.


Innlendar Fréttir