1.3 C
Grindavik
27. nóvember, 2021

Allt fyrir öryggið!

Skyldulesning

Nú er Hrafn Sveinbjarnarsson í landi, kom í gærdag og stefnt er að því að fara aftur á miðin í dag mánudag og þá tekur Valsgengið við af Stjánagengi.


Að sjálfsögðu eru allir þeir sem um borð fara í þessa jólaveiðiferð skimaðir fyrir hinni skæðu kórónaveiru sem hefur tröllriðið heimsbyggðinni þetta árið. Er þetta orðið alvanalegt hjá Þorbirninum sem gerir út skipið.

Svo alvanalegt að öryggisstjórinn sjálfur sem var áður aðstoðarmaður hjúkrunarfræðings sem áður tók sýnin, tekur nú sýnin sjálfur af miklum myndugleik. Blm Krummans var á vettvangi og tók eftirfarandi myndir af Brynjólfi stýrimanni sem sagðist fara algerlega óhræddur til öryggisstjórans í sýnatöku… „Ef maður er ekki öruggur hjá öryggisstjóranum hvar þá???“

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir