8 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Allt í klessu hjá Rúnari og félögum – Leno er brjálaður

Skyldulesning

Það er allt í klessu hjá Arsenal þar sem Rúnar Alex Rúnarsson landsliðsmaður Íslands er. Liðinu hefur gengið afar illa í ensku úrvalsdeildinni.

Liðið gerði 1-1 jafntefli við Southampton á heimavelli í gær og hefur liðinu mistekist að vinna í síðustu sex deildarleikjum.

Bernd Lendo sem keppir við Rúnar um stöðuna í marki Arsenal var ósáttur eftir leik. „Mikel Arteta ber minnsta ábyrgð á þessu ástandi, ef þú skoðar hvernig við erum að hlaupa um völlinn, þá eru það leikmennirnir sem bera ábyrgð,“ sagði reiður Leno eftir leikinn í gær.

„Viðhorfið er slæmt, við erum agalausir og með ekkert sjálfstraust. Það eru margir hlutir sem spila hérna inn í.“

„Við höfum rætt þetta sem hópur og erum sammála að breytinga er þörf og það í hvelli.“

Leno hélt svo áfram. „Við erum að fá rauð spjöld, gera mistök og erum ekki í stöðu. Við höfum rætt þessi mál þúsund sinnum, leikmenn verða að hafa meiri einbeitingu.“

Enski boltinn á 433 er í boði

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir