-1 C
Grindavik
25. nóvember, 2020

Allt uppbókað hjá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins

Skyldulesning

Mikil aðsókn hefur verið í skimanir hjá Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands síðastliðnar vikur og aukið framboð á tímum hefur ekki dugað til. Nú er svo komið að allir tímar eru uppbókaðir hjá Leitarstöðinni en hvorki eru lausir tímar í legháls- né brjóstaskimun fram að lokun Leitarstöðvarinnar.

Síðustu boðsbréf ársins voru send út um mánaðamótin október – nóvember eða mánuði fyrr en venjulega til að anna aukinni eftirspurn, að því er félagið greinir frá í tilkynningu. 

Bent er á, að heilbrigðisráðherra hafi í mars 2019 kynnt tillögur að framtíðarfyrirkomulagi skimana fyrir krabbameinum. Í samræmi við tillögurnar og ákvörðun ráðherra frá því í júní 2020 taki opinberar stofnanir við skimuninni frá og með 1. janúar 2021. Starfsemi Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins verður því hætt um áramótin. 

Konur sem hafa fengið boð en hafa ekki þegar bókað tíma eru hvattar til að fylgjast með upplýsingum um bókanir í skimanir á nýju ári á vef heilsugæslunnar.

Innlendar Fréttir