Allt vitlaust eftir umdeilda dóminn sem féll með Liverpool – Sjáðu atvikið – DV

0
67

Liverpool leiðir gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni með marki frá Mo Salah.

Lærisveinar Jurgen Klopp eru í baráttu um að tryggja sér Evrópudeildarsæti og þurfa sigur í dag.

Þegar um klukkutími er liðinn leiðir Liverpool með marki Salah af vítapunktinum.

Vítadómurinn var afar umdeildur. Darwin Nunez féll þá til jarðar eftir að Issa Diop hitti ekki boltann.

Margt knattspyrnuáhugafólk er allt annað en sátt með dóminn og lætur dómarann Stuart Atwell heyra það.

Atvikið má sjá hér að neðan.

?? pic.twitter.com/panYelMWdE

— FULHAM IN JAPAN (@Fulham_japan) May 3, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði