6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Allur leikmannahópur Newcastle í sóttkví

Skyldulesning

Allur leikmannahópur Newcastle er kominn í sóttkví.

Allur leikmannahópur Newcastle er kominn í sóttkví.

AFP

Allur leikmannahópur enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle er kominn í sóttkví eftir hópsmit hjá félaginu. Liðið á að mæta Aston Villa á föstudaginn kemur en óvíst er hvort leikurinn fari fram á tilsettum tíma.

Æfingasvæði félagsins hefur verið lokað síðustu daga en verður opnað aftur á morgun. Þegar hafa fimm staðfest smit greinst hjá félaginu, en óttast er að mun fleiri smit komi í ljós á næstu dögum.

Regla deildarinnar er sú að ef lið geta teflt fram byrjunarliði og þremur varamönnum skuli leikir fara fram á tilsettum tíma, en Steve Bruce knattspyrnustjóri liðsins er væntanlega lítið hrifinn af þeirri hugmynd að spila á föstudag án þess að fá að æfa almennilega.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir