2.3 C
Grindavik
29. janúar, 2023

Alvarleg líkamsárás á Vinakoti

Skyldulesning

Vinakot hefur verið starfrækt síðan 2012. Starfrækt eru búsetuúrræði ætluð …

Vinakot hefur verið starfrækt síðan 2012. Starfrækt eru búsetuúrræði ætluð börnum og ungmennum með fjölþættan vanda. Mikil áhersla er lögð á að hafa úrræðin heimilisleg. mbl.is/Eggert

Alvarleg líkamsárás á starfsmann í einu af búsetuúrræðum Vinakots átti sér stað í síðustu viku og er málið í rannsókn lögreglu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vinakoti, en þar kemur fram að árásarmaðurinn sé skjólstæðingur Vinakots. Skjólstæðingurinn hafi sýnt af sér ógnandi hegðun áður og viðurkenna fulltrúar Vinakots að þrátt fyrir að hafa reynt sitt besta til að koma til móts við þarfir skjólstæðingsins er ljóst að hann þurfi önnur og meiri úrræði.

Öryggisvistun ekki á færi allra

Fulltrúar Vinakots hafa reynt ítrekað að ræða við sveitarfélagið sem annast málefni skjólstæðingsins um að hann þurfi á öryggisvistun að halda en að sveitarfélagið telji sig ekki hafa burði til að koma upp slíkri vistun.

Leitað hafi verið lausna hjá ríkinu en einu svörin sem hafa borist hafa verið á þá leið að félagsþjónustan hafi færst frá ríkinu yfir til sveitarfélaga árið 2011, en ljóst er að fæst sveitarfélög hafa burði til að koma sér upp öryggisvistun.

Oft hafi þurft að kalla til lögreglu

Árið 2019 lét gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar framkvæma úttekt á búsetuþjónustu Vinakots. Í henni kom fram að í samtali við starfsmenn Vinakots hafi einn starfsmaður nefnt að oft hafi þurft að kalla til lögreglu.

Einnig kom fram að flestir starfsmennirnir höfðu lent í erfiðu atviki sem og að einn starfsmaður sagðist hafa þurft að biðja um aðstoð af hinni hæð hússins. Samtöl voru tekin við átta starfsmenn af 60 og því um takmarkað mengi að ræða.

„Flestir starfsmenn sem rætt var við höfðu lent í erfiðu atviki og í samtölum við ungmennin og starfsmenn sveitarfélaga var nefnt að „halda einhverjum fast“ eða „taka einhvern niður“. Mikilvægt er að það sjálfsvarnarnámskeið sem allir starfsmenn fara á, taki tillit til ýmiss konar þroskafrávika, svo sem einhverfu,“ segir í framangreindri úttekt.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir