4.3 C
Grindavik
16. október, 2021

Alvarlegra en í fyrstu var talið

Skyldulesning

Enn af öfugsniða

Fyrri hluti októbermánaðar

Thiago Alcantara hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum …

Thiago Alcantara hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum með Liverpool á tímabilinu.

AFP

Thiago Alcantara, miðjumaður Englandsmeistara Liverpool í knattspyrnu, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla en þetta staðfesti Jürgen Klopp, stjóri liðsins, á blaðamannafundi í dag.

Miðjumaðurinn, sem er 29 ára gamall, hefur ekkert leikið með Liverpool síðan 17. október þegar hann var tæklaður illa í leik Everton og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park.

Thiago kláraði leikinn en hefur ekkert leikið með Liverpool síðan en hann kom til enska félagsins frá Bayern München í sumar fyrir 25 milljónir punda.

Spánverjinn hefur aðeins komið við sögu í tveimur leikjum með Liverpool á tímabilinu.

„Thiago meiddist í sama leik og Virgil van Dijk og þeir fóru báðir í myndatöku eftir þann leik,“ sagði Klopp á fundinum í dag.

„Van Dijk var með sködduð liðbönd á meðan Thiago var það ekki og við vorum þess vegna í skýjunum með það.

Við vorum að reikna með honum aftur á völlinn mun fyrr, en það tekur tíma fyrir bólgurnar að hverfa og það er mikill dagamunur á honum.

Meiðslin voru alvarlegri en við töldum og þau féllu einfaldlega í skuggann á meiðslum van Dijk. Það verður frábært að fá Thiago á eftir en það eru enn þá einhverjar vikur í hann,“ bætti Klopp við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir