Amanda ljóstrar upp af hverju karlmenn halda framhjá – DV

0
118

Amanda Goff, sem er 45 ára fyrrum fylgdarkona, ákvað að skipta um starfsvettvang þegar hún var á fertugsaldri og gerðist fylgdarkona. Henni gekk vel og varð ein af eftirsóttustu fylgdarkonunum í Ástralíu. Á síðast ári ákvað hún að láta af þessu starfi og snúa sér að öðrum. Hún hefur þó ekki alveg snúið bakinu við fylgdarkonuiðnaðinum því hún veitir fólki ráð um hann og upplýsingar. Hún skrifaði nýlega grein í Daily Mail þar sem hún skýrði frá af hverju karlar halda framhjá konum sínum. Hún segist geta miðlað af þekkingu því hún „viti hvað karlar vilja“.

„Það er tvennt sem karlar eru mjög góðir í . Annað er að halda ást og kynlífi aðskildu. Hitt er að ljúga,“ skrifar hún.

„Ég veit af hverju kvæntir menn halda framhjá. Ég veit hvers þeir óska sér innst inni og ég veit hvað gerist í huga þeirra,“ segir hún.

Hún segir að þetta snúist um „tengingu“.

„Sem fylgdarkona sveiflaði ég mér ekki um í ljósakrónum eða sótti klúbbsamkvæmi í kjöllurum (ég veit að það eru vonbrigði). Eftirsóttasta þjónustan var kærustuupplifunin sem felur í sér að hlusta, styðja og ráðleggja,“ skrifar hún.

Hún telur að út frá þessu megi ráða að það séu aðallega þrjár ástæður fyrir að menn halda framhjá maka sínum: Að þá vanti einhvern að tala við, að þá vanti forleik eða að maki þeirra haldi framhjá.

„Trúið því eður ei, körlum finnst gaman að tala. Þeir eru tilfinningaverur og mjög viðkvæmir. Þeir segja mér að þeir séu hræddir við að vera viðkvæmir heima og finnst að þeir eigi að vera „sá sterki“,“ skrifar hún.

Hvað varðar skort á forleik segir hún að margar konur veiti þessu ekki athygli. „Þú þarft ekki að segja mér að samfarir séu það síðasta sem þú hugsar um þegar þú ert gift. Ég skil það. En karlar vilja eyða tíma í rúminu með þér en segja að þeim sé vísað á bug,“ skrifar hún.