4 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Amanda til norsku meistaranna

Skyldulesning

Fótbolti

Amanda Andradóttir er bæði gjaldgeng í íslenska og norska landsliðið.
Amanda Andradóttir er bæði gjaldgeng í íslenska og norska landsliðið.
GETTY/MATT BROWNE

Hin bráðefnilega Amanda Andradóttir hefur samið við Noregsmeistara Vålerenga. Hún kemur til þeirra frá Nordsjælland í Danmörku.

Hjá Vålerenga hittir Amanda fyrir landsliðskonuna Ingibjörgu Sigurðardóttur sem varð tvöfaldur meistari á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu og var valin besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar.

„Þetta er rétta skrefið fyrir mig núna. Ég vil æfa og spila með þeim bestu á hverjum degi. Vålerenga er með góða þjálfara, leikmenn og aðstöðu og ekki síst mikinn metnað sem ég hef líka,“ segir Amanda í frétt á heimasíðu Vålerenga.

Amanda, sem er sautján ára, þekkir ágætlega til hjá Vålerenga en hún æfði með liðinu á unglingsárum.

Amanda hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en á einnig möguleika á að spila fyrir norska landsliðið.

Innlendar Fréttir