10.3 C
Grindavik
29. september, 2022

America‘s Got Talent stjarna látin 31 árs – Sigraði hjarta harðjaxlsins og allrar heimsbyggðarinnar

Skyldulesning

Söngkonan Jane Marczewski er látin eftir nokkurra ára baráttu við krabbamein, aðeins 31 árs að aldri.

Síðasta sumar steig hún á svið í America‘s Got Talent og hreyfði við heimsbyggðinni með flutning sínum á frumsamda laginu „Okey“. Lagið fjallaði um síðasta árið í lífi hennar.

„Það er mikilvægt að allir viti að ég er svo miklu meira heldur en þeir slæmu hlutir sem hafa komið fyrir mig,“ sagði hún áður en hún hóf flutninginn.

Sjá einnig: Harðjaxlinn táraðist og ýtti á gullhnappinn

Jane, sem kallaði sig Nightbirde, komst áfram í keppninni og fékk gullhnappinn frá Simon Cowell, dómara þáttanna sem er þekktur fyrir óvægni í dómarstólnum og harða gagnrýni.

Áheyrnarprufa Jen fékk um 40 milljónir í áhorf á YouTube en hún þurfti að draga sig úr keppni vegna baráttunnar við krabbameinið.

Jane lést þann 19. febrúar eftir fjögurra ára baráttu við krabbamein. Fjölskylda hennar staðfesti andlát hennar í yfirlýsingu til Today.

„Þau sem þekktu hana elskuðu ótrúlega persónuleika hennar og skopskyn hennar. Hún var alltaf tilbúin með hnyttin brandara, þó svo að hún væri brandarinn,“ kemur fram í yfirlýsingunni.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir