8 C
Grindavik
9. maí, 2021

Ánamaðkaverksmiðja í Árborg

Skyldulesning

Ein milljón ánamaðka frá Austurríki verða fluttir inn til landsins á nýju ári en ánamaðkarnir munu fara til starfa í Árborg við framleiðslu á áburði úr lífrænum úrgangi á bænum Borg.

Það er Sigurjón Vidalín Guðmundsson, sem býr á Selfossi sem er að fara að flytja ánamaðkana inn til landsins með leyfi Umhverfisstofnunar. Ánamaðkarnir fara á jörðina Borg, sem er á milli Eyrarbakka og Stokkseyri og vinna sína vinnu þar en Sigurjón hefur fengið leigða 14 hektara spildu af Sveitarfélaginu Árborg á Borg.

„Þessi aðferð að framleiða áburð með hjálp ánamaðka, sem nýtist svo í alla lífræna ræktun fannst mér upplögð og gott innlegg í þetta hringrásarhagkerfi, sem við erum að reyna að færast nær og það er líka mikil vöntun á svona áburði fyrir lífræna ræktendur,“ segir Sigurjón.

Sigurjón Vidalín Guðmundsson, ánamaðkasérfræðingur, sem ætlar sér að koma upp ánamaðkaverksmiðju á bænum Borg í Sveitarfélaginu Árborg.Aðsend

Sigurjón er í samstarfi við aðila í Austurríki, sem útvega honum ánamaðkana og þá þekkingu og þjálfun, sem til þarf til að setja upp ánamaðka fyrirtæki eins og Sigurjón er að gera.

„Ánamaðkarnir sjá um að éta lífræna úrganginn, sem þeim er gefin og skila honum frá sér sem áburði. Ég fæ að flytja inn eina milljón maðka og þeir þurfa síðan að fjölga sér upp í sex til átta milljónir og það mun gerast á fyrsta árinu þannig að eftir fyrsta árið er vinnslan komin á hámarksafköst,“ segir Sigurjón.

Sigurjón vonast til að ánamaðkarnir komi til landsins næsta haust. Þeir verða í 20 – 25 metra löngum kössum, sem eru um 1 meter að dýpt í einangruðum bogahúsum með rafmagni, vatni og hita í verksmiðjunni hans á Borg. Í kössunum halda ormarnir sig nærri yfirborðinu og matast á lífræna úrganginum.

Ánamaðkarnir verða í einangruðum kössum en hver þeirra verður um 20 til 25 metrar að lengd.Aðsend

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir