Ancelotti með létt skot á eigin leikmann – Segir hann ekki fallegan í útliti – DV

0
123

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur skotið lúmsku skoti á varnarmann sinn Eder Militao.

Militao er einn besti varnarmaður heims að margra mati en hann hefur gert virkilega góða hluti með Real á tímabilinu.

Ancelotti er virkilega ángægður með frammistöðu Militao á vellinum en segir að hann sé ekki með fegurðina sem aðrir leikmenn gætu skartað.

,,Ég er nokkuð heiðarlegur og að mínu mati er hann einn besti leikmaður heims,“ sagði Ancelotti.

,,Hann er með þetta allt; hann er aggressívur, hann er fljótur og frábær í einn gegn einum og góður í loftinu.“

,,Hann er með eitt vandamál og það er að hann er ekki alltaf 100 prósent einbeittur að verkefninu, fyrir utan það þá er hann ekki sá fallegasti að horfa á.“