8 C
Grindavik
22. apríl, 2021

Ancelotti skorar á Gylfa

Skyldulesning

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu gegn Chelsea.

Gylfi Þór Sigurðsson fagnar sigurmarki sínu gegn Chelsea.

AFP

Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni, er bjartsýnn á að Gylfi Þór Sigurðsson haldi áfram að spila vel fyrir liðið í komandi leikjum.

Gylfi var besti leikmaður Everton þegar liðið vann frábæran 1:0-sigur gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á Goodison Park um síðustu helgi.

Íslenski miðjumaðurinn skoraði sigurmark leiksins úr vítaspyrnu en Everton heimsækir Leicester í dag í ensku úrvalsdeildinni.

„Gylfi stóð sig frábærlega gegn Chelsea,“ sagði Ancelotti á blaðamannafundi í gær.

„Hann hefur ekki byrjað marga leiki á tímabilinu en hann hefur leikið stórt hlutverk engu að síður og ég er sáttur með hans frammistöðu.

Hann getur ennþá bætti sig helling og ég skora á hann að halda áfram að bæta sig enn frekar.

Annars er ég sáttur með frammistöðu hans hingað til,“ bætti Ítalinn við.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir