5 C
Grindavik
18. apríl, 2021

Ancelotti skorar á Gylfi að halda áfram á sömu braut

Skyldulesning

„Ég er sammála því að Gylfi átti góðan leik, hann var að styðja við liðið sóknar og varnarlega,“ sagði Carlo Ancelotti stjóri Everton á fréttamannafundi í gær fyrir leikinn gegn Leicester í kvöld.

Gylfi skoraði sigurmarkið í 1-0 sigri liðsins á Chelsea en hann hefur ekki fengið mikið traust frá Ancelotti á þessu tímabili.

Ancelotti sagði á fréttamannafundinum í gær að hann myndi vilja sjá stöðugleika í leik Gylfa á næstunni og skoraði á hann að finna hann. „Hann hefur ekki byrjað marga leiki en hann hefur tekið þátt í flestum, ég var sáttur með hann.“

„Hanng getur spilað betur, ég veit það en þessa stundina er þetta í góðu lagi.“

Mikið álag verður á næstu vikum og Ancelotti þarfa alla leikmenn klára. „Það er mikil samkeppni í hópnum okkar, það er eru margir leikir á næstunni. Ég vil nota hópinn og alla leikmenn í gegnum þennan kafla.“

Enski boltinn á 433 er í boði

Innlendar Fréttir