Ancelotti staðfestir að hann hafi áhuga á starfinu – ,,Það væri frábært“ – DV

0
93

Carlo Ancelotti hefur staðfest það að hann hafi áhuga á að taka við brasilíska landsliðinu.

Ancelotti er stjóri Real Madrid og hefur gert góða hluti þar en hann mun klára tímabilið og svo skoða sig um.

Brasilía ákvað að reka Tite eftir HM í Katar í fyrra og hefur Ancelotti verið orðaður við starfið síðan þá.

,,Ég þekki ekki forseta brasilíska knattspyrnusambandsins, ef hann vill tala við mig væri það frábært,“ sagði Ancelotti.

,,Sannleikurinn er sá að ef Brasilía vill ráða mig þá er það mjög spennandi en ég er enn samningsbundinn í Madríd.“