8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Andri biðst afsökunar á að hafa kallað landsliðskonur Íslands litlar mýs

Skyldulesning

Fótbolti

Íslenska kvennalandsliðið komst á sitt fjórða Evrópumót í röð sem er einstakur árangur í knattspyrnusögu Íslands.
Íslenska kvennalandsliðið komst á sitt fjórða Evrópumót í röð sem er einstakur árangur í knattspyrnusögu Íslands.
KSÍ

Andri Júlíusson hefur nú komið fram og beðist afsökunar á skrifum sínum á Twitter. Honum sárnar að hafa verið sakaður um kvenfyrirlitningu.

Andri tjáði sig á Twitter eftir að Jón Þór Hauksson hætti störfum sem þjálfari kvennalandsliðsins Íslands í knattspyrnu. Jón Þór gerði samkomulag við KSÍ um starfslok sín.

Andri var bæði mjög ósáttur við íslensku landsliðskonurnar sjálfar sem og þátt Fótbolta.net í máli Jóns Þórs. Andri er hálfbróðir Jóns Þórs.

Fótbolti.net sagði fyrst íslenskra fjölmiðla frá uppákomunni í Búdapest á föstudaginn í síðustu viku.

Jón Þór Hauksson viðurkenndi mistök sín í fögnuði íslensku stelpnanna út í Ungverjalandi og sagði upp störfum. Hann er með besta árangur þjálfara kvennalandsliðsins og hafði komið liðinu á EM.

Andri Júlíusson hefur nú dregið í land og beðist afsökunar á færslu sinni fyrr í vikunni.

„Eftir að hafa hugsað minn gang síðustu daga, vil ég biðjast afsökunar á skrifum mínum og að hafa kallað landsliðskonur Íslands litlar mýs í tilteknum atburðum í bræði minni,“ skrifaði Andri á Twitter síðu sína.

„Allir sem þekkja mig vita að kvenfyrirlitning er ekki til í mínu hugarfari og sárnar mig að hafa verið kallaður það. Ég elska konur og ber mikla virðingu fyrir þeim. Ég er mikill stuðningsmaður íslenskrar knattspyrnu og „stelpurnar okkar“ eru miklar fyrirmyndir og vona ég að þeim gangi sem allra best.“

Innlendar Fréttir