7 C
Grindavik
23. apríl, 2021

Andri Fannar kom af bekknum í töpuðum leik gegn Roma

Skyldulesning

Andri Fannar Baldursson kom inn af varamannabekk Bologna er liðið var lent 5-1 undir gegn Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Reyndust það lokatölur leiksins.

Atalanta vann þá öruggan 3-0 sigur á Fiorentina og Napoli vann 2-1 sigur á Sampdoria.

Gestirnir í Roma komust yfir með sjálfsmarki Andrea Poli á fimmtu mínútu og staðan var orðin 3-0 aðeins tíu mínútum síðar. Edin Dzeki og Lorenzo Pellegrini með mörkin. Bryan Cristante gerði svo sjálfsmark um miðbik fyrri hálfleik forysta Rómverja því komin niður í tvö mörk, staðan þá 1-3.

Gestirnir létu það ekki á sig fá og bættu við tveimur mörkum fyrir hálfleik. Jordan Veretout með fjórða mark þeirra og Henrikh Mkhitaryan það fimmta. Ekkert var skorað í síðari hálfleik og lokatölur því 5-1 Roma í vil.

Andri Fannar kom inn á 69. mínútu og lék því rúmlega tuttugu mínútur í dag.

Robin Gosens, Ruslan Malinovsky og Rafael Toloi skoruðu mörk Atalanta í þægilegum sigri á Fiorentina í dag. 

Þá kom Napoli til baka gegn Sampdoria á heimavelli eftir að lenda 0-1 undir. Jakub Jankto skoraði mark Sampdoria en Hirving Lozano og Andrea Petagna skoruðu fyrir Napoli í þeim síðari og 2-1 sigur staðreynd.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir