7.3 C
Grindavik
24. október, 2021

Andri Freyr og Dofri í Fjölni

Skyldulesning

Sóknarmaðurinn Andri Freyr Jónasson og bakvörðurinn Dofri Snorrason eru gengnir til liðs við Fjölni sem leikur í Lengjudeild karla á næsta ári.

Dofri gengur til liðs við Fjölni frá Víkingi R. og semur til tveggja ára, um reynslumikinn leikmann er að ræða. Dofri á að baki 205 leiki í meistaraflokk og hann hefur skorað 17 mörk í þeim leikjum.

Dofri spilaði 9 leiki með Víkingi R. á síðasta tímabili og hefur á ferli sínum einnig spilað með KR og Selfoss.

Andri Freyr gengur til liðs við Fjölni frá Aftureldingu og semur til þriggja ára. Andri á að baki 79 meistaraflokksleiki og hefur skorað 49 mörk í þeim leikjum.

Hann lék 16 leiki með Aftureldingu á síðasta tímabili og skoraði 7 mörk í þeim leikjum.

Dofri Snorrason í Fjölni

Dofri hefur samið við knattspyrnudeild Fjölnis um að leika með meistaraflokki karla næstu tvö tímabil.#FélagiðOkkar pic.twitter.com/pPU2Gvkyyt

— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) November 24, 2020

Andri Freyr Jónasson í Fjölni

Andri Freyr Jónasson hefur samið við knattspyrnudeild Fjölnis um að leika með meistaraflokki karla næstu þrjú tímabilin. #FélagiðOkkar pic.twitter.com/wpbg8B5c1j

— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) November 24, 2020

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir