8 C
Grindavik
15. apríl, 2021

Annasamir sólarhringar hjá slökkviliðinu

Skyldulesning

Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningafólki slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins undanfarna mánuði.

Mikið álag hefur verið á sjúkraflutningafólki slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins undanfarna mánuði.

mbl.is/Eggert Jóhannesson

Síðustu sólarhringar hafa verið annasamir hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og í nótt var farið í 40 sjúkraflutninga sem er mjög mikið að næturlagi í miðri viku.

Síðasta sólahring voru farnir 113 sjúkraflutningar, þar af 17 forgangsverkefni auk nokkurra Covid-19 tengdra flutninga. Daginn áður voru sjúkraflutningarnir 128 talsins.

Dælubílar voru boðaðir út í fjögur verkefni. Meðal verkefna voru eldur í fjölbýlishúsi, vatnstjón og umferðarslys.

Innlendar Fréttir