Antonio Conte hættur hjá Tottenham – DV

0
195

Antonio Conte er hættur með lið Tottenham en þetta kemur fram í fréttum kvöldsins.

Conte hefur verið orðaður við brottför undanfarna daga en hann hefur starfað hjá félaginu undanfarin tvö ár.

Samkvæmt Tottenham þá var um sameiginlega ákvörðun að ræða og var hann því tæknilega séð ekki rekinn.

Conte er 53 ára gamall en hann er ekki þekktur fyrir að endast í meira en tvö til þrjú ár hjá einu félagi.

Búist er við að Julian Nagelsmann taki við af Conte en hann var áður stjóri Bayern Munchen.

Breaking: Antonio Conte has left #thfc. Tottenham say it’s by ‘mutual agreement’

— Paul Gilmour (@skysportspaulg) March 26, 2023

Enski boltinn á 433 er í boði