6.3 C
Grindavik
23. september, 2021

Appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi: Hviður allt að 45 m/s

Skyldulesning

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til miðnættis annað kvöld.

Á vef Veðurstofunnar er varað við norðan og norðvestan stormi eða roki, 20 til 28 m/s þar sem hvassast verður í Öræfum og undir austanverðum Vatnajökli.

Vindhviður geta farið um og yfir 45 metra á sekúndu með mögulegu sand- og grjótfoki. Er fólk hvatt til að sýna aðgát og tryggja lausamuni. Hættulegt verður að vera á ferðinni að því er segir í viðvöruninni.

Alls staðar annars staðar á landinu, nema á höfuðborgarsvæðinu, hafa gular viðvaranir tekið gildi eða munu taka gildi síðar í dag.

Þá varar Vegagerðin einnig við veðrinu með eftirfarandi tilkynningu:

„Breytingar til kvölds verða einkum þær að veður fer versandi norðanlands og eins á Austurlandi undir kvöldið. Stormur og stórhríð. Suðaustanlands er reiknað með hviðum allt að 35-45 m/s snemma í kvöld og til morguns. Frá Lómagnúpi, austur á Norðfjörð.“

Nú er ófært á Holtavörðuheiði vegna óveðurs sem og á Klettshálsi og á Þverárfjalli en vetrarfærð víðast hvar annars staðar.

#Veður: Breytingar til kvölds verða einkum þær að veður fer versandi norðanlands og eins á Austurlandi undir kvöldið. Stormur og stórhríð. Suðaustanlands er reiknað með hviðum allt að 35-45 m/s snemma í kvöld og til morguns. Frá Lómagnúpi, austur á Norðfjörð. #færðin

— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) December 2, 2020

Veðurstofan spáir norðanstormi, stórhríð og kulda í dag, á morgun og fram á föstudag. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir björgunarsveitir um land allt við öllu búnar að venju. Hann minnir almenning á að fylgjast vel með veðurspá og viðvörunum og færð á vegum.

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir