6.3 C
Grindavik
26. september, 2021

Appelsínugul viðvörun fyrir Suðausturland

Skyldulesning

Innlent

| mbl
| 2.12.2020
| 11:24

Gul viðvörun gildir um allt land, nema á Suðausturlandi. Þar …

Gul viðvörun gildir um allt land, nema á Suðausturlandi. Þar er búið að uppfæra í appelsínagula viðvörun.

Kort/Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands hefur uppfært veðurviðvörun sína á Suðausturlandi í dag upp í appelsínugulan og tekur hún gildi klukkan 16 í dag og til miðnættis annað kvöld.

Í viðvörun Veðurstofunnar er spáð norðan og norðvestanátt með 20-28 m/s, hvassast í Öræfum og undir austanverðum Vatnajökli. Vindhviður um og yfir 45 m/s með mögulegu sand- og grjótfoki.

Fólk er hvatt til að sýna aðgát og tryggja lausamuni. Hættulegt að vera á ferðinni, að því er segir í tilkynningu frá Almannavörnum. 

Annars staðar á landinu eru gular viðvaranir í gildi. Fólk er beðið að fylgjast vel með veðurspá á vef Veðurstofu Íslands og færð og ástandi vega á vef Vegagerðarinnar.

Veðurvefur mbl.is 

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir