4 C
Grindavik
25. febrúar, 2021

Ár síðan Fallon Sherrock skráði sig á píluspjöld sögunnar

Skyldulesning

Í dag, 17. desember 2020, er nákvæmlega eitt ár síðan Fallon Sherrock braut blað í sögu pílukastsins.

Sherrock varð þá fyrsta konan til að vinna leik á heimsmeistaramótinu í pílukasti er hún sigraði Ted Evetts, 3-2.

Hún þurfti að taka út 36 til að vinna leikinn og náði því í annarri tilraun. Gríðarleg fagnaðarlæti brutust í kjölfarið út í Alexandra höllinni í London þar sem allir voru á hennar bandi.

ONE YEAR AGO TODAY!

Fallon Sherrock made history by becoming the first woman to win at the PDC World Darts Championship, beating Ted Evetts and creating a worldwide media frenzy!

What a moment pic.twitter.com/zqoOeyQLmt

— PDC Darts (@OfficialPDC) December 17, 2020

Sherrock varð heimsfræg á einu augnabliki og ekki minnkaði athyglin þegar hún sigraði Mensur Suljovic, 3-1, í 2. umferðinni. Suljovic var í 11. sæti heimslistans fyrir HM.

Þátttöku Sherrocks á HM 2020 lauk loks þegar hún tapaði fyrir Chris Dobey, 4-2, í 3. umferðinni.

Sherrock tókst ekki að tryggja sér sæti á HM 2021. Tvær konur komust á heimsmeistaramótið, Deta Hedman og Lisa Ashton. Sú síðarnefnda tapaði fyrir Adam Hunt, 3-2, í hörkuleik í gær. Hedman mætir Andy Boulton á laugardaginn.

Bein útsending frá heimsmeistaramótinu í pílukasti stendur nú yfir á Stöð 2 Sport 3.


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Innlendar Fréttir