-3 C
Grindavik
20. janúar, 2021

Arfleiddi nágranna sína að 940 milljónum

Skyldulesning

Frá 1975 bjó Renate Wedel í Weiperfelden í Waldsolms í Hesse í miðhluta Þýskalands ásamt eiginmanni sínum, Alfred Wede. Waldsolms er sveitarfélag sem samanstendur af 6 þorpum. Alfred lést 2014 en hann hafði stundað verðbréfaviðskipti með góðum árangri. Renate, sem dvaldi á hjúkrunarheimili í Frankfurt frá 2016, lést í desember á síðasta ári, 81 árs að aldri.

Í apríl var sveitarfélaginu tilkynnt að Renate hefði arfleitt það að eignum sínum sem voru bankainnistæða, hlutabréf og önnur verðmæti, þar á meðal hús. Systir hennar átti upprunalega að erfa eigur hennar en hún lést á undan systur sinni að sögn staðarblaðsins Hessenschau. CNN skýrir frá þessu.

„Ég hélt fyrst að þetta gæti ekki verið. Ég hélt að komma hefði verið sett á rangan stað, eitthvað væri bogið við þetta,“ sagði Bernd Heine, bæjarstjóri, í samtali við Hessenschau.

Sú kvöð er á arfinum, sem er að andvirði sem nemur um 940 milljónum íslenskra króna, að sveitarfélagið verður að nota hann í „innviði og samfélagslega aðstöðu“.

Innlendar Fréttir