1 C
Grindavik
28. nóvember, 2020

Arftaki Joe Exotic kærður fyrir dýraníð

Skyldulesning

Jeff Lowe sem kom fram í þáttunum vinsælu Tiger King hefur verið kærður fyrir dýraníð. Þetta kemur fram í frétt BBC.

Þættirnir Tiger King fjölluðu að mestu um deilur Baskin og Joseph Maldonado-Passage, sem einnig er þekktur sem Joe Exotic, en hann hélt því ítrekað fram að hún hefði myrt eiginmann sinn.

Joe Exotic, sem nú afplánar fangelsisdóm fyrir að hafa reynt að fá leigumorðingja til að ráða áðurnefnda Baskin af dögum, eyddi stórum hluta ferils síns sem eigandi „framandi dýragarðs“ í að áreita Baskin í illdeilum sem sjást vel í heimildaþáttunum Tiger King. 

Exotic hélt því statt og stöðugt fram, í mörg ár, að Baskin hefði orðið fyrrum eiginmanni sínum, Don Lewis, að bana.

Jeff Lowe kom inn sem fjárfestir í dýragarðinn fræga og seinna tók hann við af Joe Exotic.

Dómsmálaráðuneytið í Bandaríkjunum hefur kært Lowe og eiginkonu hans Laren Lowe fyrir dýraníð í garðinu og þá sérstaklega í garð ljóna og tígrisdýra.

Þau hjónin tóku yfir umsjón garðsins árið 2016.

Innlendar Fréttir