5 C
Grindavik
8. maí, 2021

Ari Freyr búinn að skrifa undir hjá Norrköping – „Hann er nákvæmlega það sem við þurfum“

Skyldulesning

Ari Freyr Skúlason, hefur skrifað undir samning hjá IFK Norrköping í Svíþjóð. Þetta staðfesti félagið með yfirlýsingu á heimasíðu sinni.

Ari Freyr hefur spilað með Oostende í Belgíu síðan árið 2019 og þar áður var hann leikmaður Lokeren. Í Belgíu hefur Ari Freyr spilað 110 leiki, skorað 10 mörk og gefið 15 stoðsendingar.

Þá hefur Ari spilað 79 landsleiki fyrir A-landslið Íslands.

„Ari er nákvæmlega það sem við þurftum. Hann er með mikla reynslu, hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu í langan tíma og hefur verið að spila í efstu deild í Belgíu. Hans leiðtogahæfileikar munu reynast okkur vel,“ sagði Rikard Norling, knattspyrnustjóri Norrköping.

Välkommen till IFK Norrköping, Ari Skúlason! 🤝

Läs mer på hemsidan 👇⚪️🔵https://t.co/I6mrbrByj4

— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) March 31, 2021

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir