-5 C
Grindavik
3. desember, 2020

Ari Freyr um tárin á Wembley í vikunni: „Þessi gluggi er nátt­úr­lega al­gjört kjaftæði“

Skyldulesning

Ari Freyr Skúlason segir í viðtali við Morgunblaðið að mögulega hafi hann spilað sinn síðasta landsleik gegn Englandi á miðvikudag. Það vakti athygli eftir tapið gegn Englandi þegar Ari sat á Wembley vellinum um langt skeið. Ari felldi þar tár á meðan hann hugsaði um framtíðina og fortíðina.

Ari er 33 ára gamall leikmaður Oost­ende í Belgíu og hefur leikið 77 landsleiki fyrir Íslands hönd.

Um tárin á Wembley hafði Ari þetta að segja í viðtali við Bjarna Helgason á Morgunblaðinu. „Maður er alltaf von­svik­inn þegar maður tap­ar en þessi Ung­verja­leik­ur sat mikið í öll­um enda var mark­miðið núm­er eitt, tvö og þrjú að kom­ast á EM og við vor­um ansi ná­lægt því. Þessi þriggja lands­leikja gluggi er nátt­úr­lega al­gjört kjaftæði enda erum við að tala um þrjá lands­leiki á sjö dög­um og ofan á það bæt­ast ferðalög á milli landa,“ sagði Ari við Morgunblaðið.

Getty Images

Ari talar vel um Erik Hamren og Freyr Alexandersson sem voru að stýra liðinu í síðasta sinn, sá sænski ákvað að láta af störfum og óvíst er hvað KSÍ gerir í þjálfaramálum og hvort Freyr komi að því.

„Við vor­um svo gott sem meiðslalaus­ir í sjö ár þegar Lars Lag­er­bäck og Heim­ir Hall­gríms­son voru með liðið og gát­um þess vegna alltaf spilað á sama liðinu all­an tím­ann. Það er auðvelt að gagn­rýna þegar menn þurfa að fara að breyta og beygja út af van­an­um ef svo má segja. Við fáum 19 stig í undan­keppni EM sem er einu stigi minna en Lars náði í. Sú gagn­rýni sem Erik Hamrén og Freyr Al­ex­and­ers­son hafa fengið er al­gjör­lega óverðskulduð að mínu mati enda báðir mikl­ir topp­menn og þjálf­ar­ar.“

Það vekur svo athygli að Ari velur Lars Lagerback sem besta landsliðsþjálfarann en hann treysti mikið á Ara, hjá Heimi Hallgrímssyni og Hamren var Ari meira á bekknum.

„All­ir þjálf­ar­ar landsliðsins sem ég hef unnið með í gegn­um tíðina hafa verið ólík­ir og nálg­un þeirra hef­ur verið mis­mun­andi. Fyr­ir mér er það hins veg­ar alltaf Lars Lag­er­bäck sem er núm­er eitt. Hann er því­líkt topp­ein­tak og kom mér inn í þetta á sín­um tíma.“

Innlendar Fréttir