6.4 C
Grindavik
22. september, 2021

Ari Trausti kveður þingið eftir kjör­tíma­bilið

Skyldulesning

Innlent

Ari Trausti Guðmundsson.
Ari Trausti Guðmundsson.
Vísir/Vilhelm

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, hyggst ekki gefa kost á sér kosningunum á næsta ári. Hann segir það hafa verið mikinn heiður að starfa með flokknum undanfarin sex ár. 

Í tilkynningu frá Ara Trausta segist hann hafa gengið til liðs við Vinstri græna til þess að starfa að framsæknum baráttumálum eftir að hafa verið óháður stjórnmálasamtökum í áratugi. Hann hafi tilkynnt félögum sínum í flokknum að hann muni ekki bjóða sig fram í þriðja sinn.

„Mér hefur verið heiður að því að starfa með samherjunum góðu í þingflokki VG, öðrum félögum hreyfingarinnar og fólki innan og utan VG um allt land,“ segir Ari Trausti.

Þingflokkurinn muni vinna þétt saman út kjörtímabilið og hann ætli að gera slíkt hið sama í sínu kjördæmi.

„Ég þakka mæta vel öllum, sem ég hef átt alls konar samskipti við vegna þingstarfanna, fyrir þau og skrefin með mér, jafnt innan Alþingis sem utan, um land allt.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.


Fleiri fréttir

Sjá meira

spot_img
spot_img
spot_img

Innlendar Fréttir